Eign


PRODOMO fasteignasala kynnir í einkasölu 4ra herbergja enda íbúð á 2. hæð í Hliðarhverfi að Grænulaut 2, 230 Reykjanesbæ.
Um er að ræða 148,6 fm íbúð og þar af er 9,5 fm sérgeymsla á 1. hæð og 20 fm lokaðar svalir í suð-vestur.


Mjög björt og rúmgóð endaíbúð á afar vinsælum stað.
Eignin skiptist í forstofu, þrjú rúmgóð svefnherbergi, baðherbergi, þvottahús, rúmgott eldhús með eyju í opnu rými við stofu og borðstofu. Frá stofu er góðar yfirbyggðar svalir sem hægt er að opna.


Nánari lýsing:
Forstofa hefur parket á gólfi og góðan fataskáp.
Stofa / borðstofa hefur parket á gólfi og hurð út á stórar svalir sem eru með svalalokun.
Eldhús hefur góða innréttingu og eyju. Innbyggður ísskápur og uppþvottavél ásamt spanhelluborði og ofn með blæstri.
Svefnherbergin þrjú eru mjög rúmgóð, öll með fataskáp og parket á gólfi.
Baðherbergið hefur flísar á gólfi og veggjum að hluta. Hvít innrétting, stór flísalagður sturtuklefi stúkaður af með gleri, upphengt salerni og handklæðaofn. 
Þvottahús hefur flísar á gólfi, stóra og góða innréttingu 
Geymsla er á fyrstu hæð og einnig er sameiginleg hjólageymsla á fyrstu hæð.

*Merkt bílastæði með rafmagnshleðslustöð fylgir eigninni
*Hiti í stétt við hús
*Sér þvottahús í íbúðinni
*Sér inngangur
*Stutt í alla helstu þjónustu 
*Leiktæki fyrir börn eru á sameiginlegri lóð við enda hússins

Glæsileg eign á frábærum stað í Reykjanesbæ sem vert er að skoða.

Nánari upplýsingar veita Lilja Valþórsdóttir löggiltur fasteignasali í síma 420-4030 / 860-6886 eða [email protected] og Hákon Ólafur Hákonarson löggiltur fasteignasali í síma 899-1298 eða [email protected]

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. PRODOMO fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlitið er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
* Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga ( 0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut ) og 1,6% fyrir lögaðila.
* Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
* Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
* Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.


 

Grænalaut

230 - Keflavík
93.900.000 kr.
Tegund: Fjölbýli
Stærð: 148fm
Herbergi: 4
Inngangur: Sér
Byggingaár: 2018
Stofur: 1
Svefnherbergi: 3
Baðherbergi: 1
Fasteignamat: 68.450.000
Brunabótamat: 66.150.000

Senda fyrirspurn vegna

Senda á vin