Eign


PRODOMO fasteignasala kynnir í einkasölu stórglæsilegt einbýlishús ásamt bílskúr og auka íbúð að Háteig 18 í Keflavík. 
Um er að ræða virkilega gott og skemmtilegt einbýlishús á æðislegum stað í Keflavík í Heiðarskólahverfi. Möguleiki er á góðum leigutekjum. 

**Nýlegt þak.
**Gluggar nýlegir að stórum hluta. Þeir sem eru ekki nýlegir hefur verið skipt um gler, lista og lausafög. 
**Búið að endurnýja þrjú baðherbergi af fjórum. 
**Búið að endurnýja alla ofna nema einn inn í eldhúsi.
**Neysluvatn endurnýjað að lang stærstum hluta.
**Hiti í plani


Nánari lýsing efri hæðar:
Forstofa er með flísum á gólfi og góðum fataskáp. 
Gestasalerni er inn af anddyri og er nýlega endurnýjað. Er með flísum á gólfi, upphengt salerni og innrétting með vask. 
Stofa og borðstofa er í sameiginlegu rými og er með parketi á gólfi. 
Eldhús með flísum á gólfi, góð innrétting með helluborði og ofn. Gert er ráð fyrir uppþvottavél og ísskáp.
Svefnherbergin eru fjögur, öll mjög rúmgóð og hafa parket á gólfi. Þrjú þeirra eru með fataskáp. 
Baðherbergi er nýlega endurnýjað með flísum á gólfi og veggjum að hluta, sturta, innrétting með vaski og vegghengt salerni. Walkin sturta og handklæðaofn. 
Þvottahús er inn af eldhúsi og er með flísum á gólfi. Þar er góð innrétting með vaski og gert ráð fyrir þvottavél og þurrkara. Frá þvottahúsinu er stigi niður á neðri hæð.

Nánari lýsing neðri hæðar:
Svefnherbergi á neðri hæð er rúmgott og er möguleiki á að skipta því upp í tvö svefnherbergi. 
Baðherbergi er inn af svefnherberginu og er nýlega endurnýjað. Það er með flísum á gólfi, sturtu, upphengt salerni og innrétting með vaski.

Bílskúr er tvöfaldur og rúmgóður með góðu plássi. 
Lóð er frágengin á snyrtilegan hátt, góð verönd með palli
Geymsluskúr er á verönd. 

Sér íbúð;
Anddyri er með flísum á gólfi og fataskáp.
Eldhús er með flísum á gólfi og góðri innréttingu með eldavél. 
Svefnherbergin eru tvö með parket á gólfi.
Baðherbergi er með flísum á gólfi og veggjum að hluta, innrétting með vaski, salerni og sturta. 
Auka íbúð hefur sér fastanúmer. 

Virkilega glæsilegt einbýlishús í Keflavík sem vert er að skoða! 
**BÓKIÐ EINKASKOÐUN**

Allar nánari upplýsingar veitir:

Thelma Hrund Tryggvadóttir
Löggiltur fasteignasali 
420-4030 / 824-6402
[email protected] 

Hákon Ó. Hákonarson 
Löggiltur fasteignasali 
420-4030 / 899-1298 
[email protected]


Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. PRODOMO fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlitið er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
* Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga ( 0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut ) og 1,6% fyrir lögaðila.
* Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
* Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
* Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.

Háteigur

230 - Keflavík
139.900.000 kr.
Tegund: Einbýli
Stærð: 315fm
Herbergi: 10
Inngangur: Sér
Byggingaár: 1977
Stofur: 3
Svefnherbergi: 7
Baðherbergi: 4
Fasteignamat: 121.200.000
Brunabótamat: 135.400.000

Senda fyrirspurn vegna

Senda á vin