Eign


PRODOMO fasteignasala kynnir í einkasölu tvö heilsárshús á einni  lóð og einu fastanúmeri á frábærum stað í Gullna hringnum.
Frábært ferðaþjónustu tækifæri, bókanir fram á næsta ár geta fylgt með.

Um er að ræða tvö sumarhús annað er 25 fm og hitt 29,3. Húsin eru í dag leigð út til ferðamanna og er góð bókunarstaða fram á næsta ár.
Húsin standa á 10.500 fm leigulóð.


Þóroddsstaðir 4a.  F-2306255
Hús merkt 01-01-01 (A) er 25 fm byggt 2005. Húsið er klætt bandsagaðri furu. Fínn pallur er við bústaðinn og heitur pottur.
Geymslu skúr er við bústaðinn og er hann um 5 fm.
Bústaðurinn skiptist í forstofu, baðherbergi og eldhús, stofa og svefnaðstaða í opnu rými.

Þóroddsstaðir 4b. F-2306255
Hús merkt 02-01-01 (B) er 29,2 fm byggt 2016. Húsið klætt með bandsöguðu lerki. Pallur er við bústaðinn ásamt nýlegum heitum potti.
Bústaðurinn er eitt opið rými auk baðherbergis. Eldhús með innbyggðum ísskáp, helluborði og bakarofni. 

*Allt innbú fylgir með
*Heitur pottur við bæði hús
*Rafmagnshlið til að komast inná svæðið
*Góð og friðsæl staðsetning skammt frá Laugarvatni
*50-60 mín akstur frá Reykjavík.
*Bókanir framá næsta ár geta fylgt með

Frábært ferðaþjónustutækifæri.


Allar nánari upplýsingar veitir:
Hákon Ólafur Hákonarson-- hakon@prodomo  420-4030 / 8991298
Löggiltur fasteignasali


Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. PRODOMO fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlitið er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
* Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga ( 0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut ) og 1,6% fyrir lögaðila.
* Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
* Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
* Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
 

Þóroddsstaðir

805 - Selfoss
42.000.000 kr.
Tegund: Sumarhús
Stærð: 54fm
Herbergi: 1
Inngangur: Sér
Byggingaár: 2005
Baðherbergi: 2
Fasteignamat: 24.500.000
Brunabótamat: 24.500.000

Senda fyrirspurn vegna

Senda á vin