Eign


PRODOMO fasteignasala kynnir í einkasölu einbýlishús með bílskúr að Sunnubraut 5 í Keflavíkl. Frábær staðsetning í Holtaskólahverfi þar sem stutt er í skóla, leikskóla og íþróttamannvirki ásamt flestri þjónustu.
Um er að ræða 4ra herbergja einbýlishús ásamt stóru herbergi í risi.


Nánari lýsing:
Forstofa
 með flísum á gólfi.
Hol með parketi á gólfi og fatahengi.
Stofa/borðstofa með parketi á gólfi, léttur veggur hefur verið settur upp til að skilja af stofu og borðstofu sem auðvelt er að fjarlægja.
Hjónaherbergi með parketi á gólfi og fataskáp.
Barnaherbergi með parketi á gólfi.
Eldhús mað parketi á gólfi. Þar er gömul innrétting sem hefur verið máluð.
Baðherbergi með flísum á gólfi og veggjum, þar er ný innrétting og nýtt baðkar.
Þvottahús er inn af eldhúsi og þar málað gólf og útgengt á baklóð eignarinnar.
Geymsla er inn af þvottahúsi og þar er gengið upp á snyrtilegt ris.
Risið er einn stór geymur með parketi á gólfi og glugga í sitthvorum enda.
Lóð er stór og frágenginn.

Einbýlishús sem vert er að skoða á frábærum stað í Reykjanesbæ þar sem stutt er í flesta þjónustu.
                           *** SÝNUM SAMDÆGURS ***

Allir nánari upplýsingar veita:
Hákon Ó. Hákonarson Löggiltur fasteignasali í síma 420-4030 / 899-1298 eða [email protected]
Lilja Valþórsdóttir Löggiltur fasteignasali í síma 420-4030 / 860-6886 eða [email protected] Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. PRODOMO fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlitið er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
* Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga ( 0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut ) og 1,6% fyrir lögaðila.
* Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
* Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
* Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá. 

Sunnubraut

230 - Keflavík
62.900.000 kr.
Tegund: Einbýli
Stærð: 122fm
Herbergi: 5
Inngangur: Sér
Byggingaár: 1952
Stofur: 2
Svefnherbergi: 3
Baðherbergi: 1
Fasteignamat: 41.600.000
Brunabótamat: 52.790.000

Senda fyrirspurn vegna

Senda á vin