Eign


PRODOMO fasteignasala kynnir til sölu byggingarlóð fyrir einbýlishús að Hjallarlaut 15 í Keflavík. 

Um er að ræða 896 fm lóð fyrir einbýlishús innst í botnlangagötu í nýju glæsilegu hverfi í Keflavík  þar sem mögulegt er að byggja allt að 268,8 fm hús á lóðinni.
Aðeins ein lóð í boði á eftirsóttum stað í nýju hverfi í Holtaskólahverfi, 230 Reykjanesbæ.


Búið er að jarðvegsskipta  og gera púða, lóðin er tilbúinn til afhendingar strax.
Öll gjöld eru að fullu greidd miðað við nýtingarhlutfall lóðar.
Teikningar og hönnun hússins eru í framkvæmd og munu þær fylgja með kaupunum, á þeim teikningum er gert ráð fyrir ca 230 fm húsi.

Lilja Valþórsdóttir Löggiltur fasteignasali í síma 420-4030 eða [email protected]
Hákon Ó Hákonarson löggiltur fasteignasali  í síma   899-1298 / 420-4030 eða [email protected]


Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. PRODOMO fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlitið er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
* Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga ( 0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut ) og 1,6% fyrir lögaðila.
* Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
* Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
* Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.




 

Hjallalaut

230 - Keflavík
Tilboð
Tegund: Lóð
Herbergi: 5
Inngangur: Sér
Stofur: 2
Svefnherbergi: 3
Baðherbergi: 2
Fasteignamat: 10.800.000

Senda fyrirspurn vegna

Senda á vin