Eign


PRODOMO fasteignasala kynnir í einkasölu glæsilega mikið endurnýjaða fimm herbergja endaíbúð á annarri hæð að Engjadal 2 í Keflavík.  Eignin er laus til afhendingar við kaupsamning.  

** Eldhús endurnýjað 
** Baðherbergi endurnýjað
** Fataskápar og innihurðar sprautulakkað
** Gólfefni endurnýjuð 
** Rafmagnstenglar og rofar endurnýjaðir
** Granít í gluggakistum

Innréttingar eru sérsmíði og ná upp í loft.  Harðparket og flísar frá Ebson. 

Nánari lýsing:

Forstofa með flísum á gólfi.
Eldhús með parketi á gólfi. Þar er stílhrein svört innrétting með innbyggðum ísskáp/frysti og uppþvottavél. Gott skápa og vinnupláss. Svartur eyjuháfur, span helluborð.
Stofa með parketi á gólfi, þaðan er útgengt á svalir.
Hjónaherbergi með parketi á gólfi, inn af því er fataherbergi með parketi á gólfi og góðum fataskápum.
Barnaherbergin þrjú eru með parketi á gólfum. Fataskápar eru í tveimur þeirra.
Baðherbergi með flísum á gólfi og veggjum.  Svört innrétting, upphengt salerni, hankdlæðaofn og sturta. Svört innbyggð blöndunartæki. Á baði er aðstaða fyrir þvottavél og þurrkara.
Bílskúr með flísum á gólfi, hann er 31,4 fm. Þar eru hillur.

Björt og stílhrein íbúð sem vert er að skoða.  Síðasta sumar var húsið sílanborið ásamt því að svalahurð var endurnýjuð og gluggi í hjónaherbergi.

Allar nánari upplýsingar veitir Lilja Valþórsdóttir Löggiltur fasteignasali í síma 420-4030 / 860-6886 eða [email protected]

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. PRODOMO fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlitið er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
* Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga ( 0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut ) og 1,6% fyrir lögaðila.
* Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
* Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
* Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
 

Engjadalur

260 - Njarðvík
67.900.000 kr.
Tegund: Fjölbýli
Stærð: 152fm
Herbergi: 4
Inngangur: Sér
Byggingaár: 2007
Stofur: 1
Svefnherbergi: 4
Baðherbergi: 1
Fasteignamat: 54.550.000
Brunabótamat: 64.610.000

Senda fyrirspurn vegna

Senda á vin