PRODOMO fasteignasala kynnir til sölu gott sex herbergja einbýlishús með bílskúr.
Eign á frábærum stað í Keflavík í rótgrónu hverfi.
Nánari lýsing:
Forstofa með flísum á gólfi og fataskáp
Forstofusalerni með flísum, þar er lítill gluggi.
Hol með flísum á gólfi, þaðan er útgengt á góða afgirta verönd.
Stofa/borðstofa er mjög rúmgóð, þar eru flísar á gólfi.
Eldhús með flísum á gólfi, dökk viðar innrétting sem hefur nýlega granít borðplötu.
Hjónaherbergi með parketdúk á gólfi og góðan fataskáp.
Barnaherbergin eru þrjú, tvö hafa parketdúk á gólfi og eitt hefur flísar á gólfi.
Baðherbergi með flísum á gólfi og á veggjum að hluta, snyrtileg eldri innrétting, sturtuklefi og baðkar.
Þvottahús með flísum á gólfi, ljós innrétting við vask og útgengt er á lóð frá þvottahúsi.
Geymsla er rúmgóð og er inn af þvottahúsi.
Bílskúr er rúmgóður og nýlega tekinn í gegn, epoxy á gólfi og mjög gott skápapláss. Tvær bílskúrshurðar, rafmagnsopnun á annari og útgengt er frá skúr á baklóð.
Bílaplan er steypt og með hitalögn.
Lóð er öll frágengin á snyrtilegan hátt og falleg afgirt verönd er á baklóð.
*Þakjárn hefur verið endurnýjað*
*Húsið nýlega málað að utan*
*Snyrtilegur geymsluskúr á baklóð*
*Öryggiskerfi er í húsinu*
Snyrtileg og vel við haldin eign á góðum stað í Keflavík þar sem stutt er í leik- og grunnskóla ásamt ýmissi þjónustu.
Allar nánari upplýsingar veitir Lilja Valþórsdóttir löggiltur fasteignasali í síma 420-4030 / 860-6886 eða [email protected]
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. PRODOMO fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlitið er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
* Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga ( 0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut ) og 1,6% fyrir lögaðila.
* Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
* Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
* Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
Ásgarður
230 - Keflavík
89.900.000 kr.
Tegund: Einbýli
Stærð: 207fm
Herbergi: 6
Inngangur: Sér
Byggingaár: 1976
Stofur: 1
Svefnherbergi: 4
Baðherbergi: 2
Fasteignamat: 78.400.000
Brunabótamat: 94.000.000