PRODOMO fasteignasala kynnir í einkasölu jarðhæð við Baldursgötu í miðbæ Reykjavíkur. Fasteignin skiptist í tvo hluta þ.e. 60,5 fm íbúð sem deilir sameiginlegum inngangi með íbúð efri hæðar og hins vegar er önnur íbúð í bakporti skráð 40,1 fm hjá Fasteignaskrá en sú íbúð er með sérinngangi. Íbúðirnar deila sama fastanúmeri.
Nánari lýsing 60,5 fm íbúð:
Íbúðin skiptist í stofu, baðherbergi, eldhús, tvö svefnherbergi og geymslu í kjallara undir íbúðinni. Á milli eldhús og einu af svefnherbergjum er hol með útgang á baklóð og aðstöðu fyrir þvottavél í innréttingu.
Íbúðin hefur verið endurnýjuð að einhverjum hluta undanfarinn ár.
Andyri hefur teppi á gólfi og er deilt með íbúð efri hæðar.
Hol hefur parket á gólfi og er lúga þar til að komast niður í geymslu kjallara.
Stofa hefur parket á gólfi og glugga sem snúa út að Baldursgötu.
Baðherbergi hefur dúk á gólfi, sturtu og flísar á veggjum að hluta.
Eldhús hefur fína innréttingu sem var endurnýjuð fyrir nokkrum árum, parket á hluta af rými og flísar á hluta.
Svefnherbergin tvö hafa parket á gólfum og glugga út á baklóð.
Geymsla er í kjallara undir íbúð.
Nánari lýsing 40,1 fm íbúð:
Gengið er inn í íbúð frá baklóð eignar og skiptist íbúð í stofu, eldhús,svefnherbergi, baðherbergi og lítið tölvurými.
Íbúðin hefur verið töluvert endurnýjuð undanfarin ár og hefur skipulagi verið breytt lítilega og er því ekki eins og teikningar sýna.
Gólfhit er í íbúðinni.
Stofa hefur parket á gólfi og flottan arinn.
Eldhús hefur nýlega eldhúsinnréttingu, flísar á gólfi, gert er ráð fyrir uppþvottavél og þvottavél í innréttingu og flottur þakgluggi er yfir stórum hluta af eldhúsi.
Svefnherbergi hefur parket á gólfi
Baðherbergi hefur flísar á gólfi og hluta af veggjum, sturtu og litla innréttingu við vask.
Hol hefur parket á gólfi og er í dag nýtt sem tölvuaðstaða.
Lóð er frágengin og er hitalögn í stéttum á baklóð og bílastæði sem er sameiginlegt og er á milli húsa.
Um er að ræða flotta eign á góðum stað í 101 Reykjavík sem hefur mikla útleigu möguleika.
Bókið skoðun í síma 8991298 eða [email protected]
Lilja Valþórsdóttir Löggiltur fasteignasali í síma 420-4030 eða [email protected]
Allar nánari upplýsingar veitir Hákon Ó Hákonarson aðstm. fasteignasala í síma 899-1298 / 420-4030 eða [email protected]
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. PRODOMO fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlitið er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
* Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga ( 0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut ) og 1,6% fyrir lögaðila.
* Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
* Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
* Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
Baldursgata
101 - Reykjavík
74.900.000 kr.
Tegund: Fjölbýli
Stærð: 100fm
Herbergi: 5
Inngangur: Sér
Byggingaár: 1921
Stofur: 2
Svefnherbergi: 3
Baðherbergi: 2
Fasteignamat: 67.250.000
Brunabótamat: 37.350.000