Eign


PRODOMO fasteignasala kynnir glæsilegt 239 fm einbýlishús að Lerkidal 3 í Njarðvík.
Um er að ræða nýtt steinsteypt vel skipulagt einbýlishús með fjórum svefnherbergjum og tveimur baðherbergjum alls 239 fm, þar af er innbygður bílskúr 47,3 fm.

*Alrymi eignarinnar er opið og bjart.
* Gólfhiti í öllu húsinu
* Fjögur rúmgóð svefnherbergi
* Stutt í einn glæsilegasta grunnskóla landsins
* Steypt hús klætt með flísum að utan
* Sólpallur með skjólveggjum við suður- og vesturhlið hússins.
* Lagnir fyrir heitan pott
* Steypt innkeyrsla með hitalögn


**Parket frá Birgisson er á öllu húsinu nema votrýmum og bílskúr, hurðar eru frá Birgisson og allar innréttingar eru sérsmíðaðar af HTH. Öll eldhústæki eru frá AEG og er span helluborð í eyju. Blöndunartæki eru frá Grohe.

Skoðið eignina í 3D
https://my.matterport.com/show/?m=qQvEmQdHrMb


Nánar um eign:
Forstofa með flísum á gólfi og góðum fataskáp, innangengt er í bílskúr frá forstofu.
Bjart og rúmgott sjónvarpshol með parketi á gólfi.
Eldhús með parketi á gólfi, sérsmíðuð eldhúsinnrétting með góðu skápa og vinnuplássi, stór og góð eyja.
Stofa/borðstofa með parketi á gólfi. Þaðan er útgengt á lóð. 
Hjónaherbergi með parketi á gólfi, stórum fataskáp og hurð út á verönd.
Barnaherbergin eru þrjú, öll með parketi á gólfum og fataskápar eru í tveimur þeirra.
Baðherbergin eru tvö og eru þau með flísum á gólfi og veggjum, vegghengt salerni, innrétting, handklæðaofn og sturtu, í stærra baðherberginu er einnig baðkar og hurð út á verönd.
Þvottahús með flísum á gólfi, þar er góð innrétting með vask, gert er ráð fyrir þvottavél og þurrkara í vinnuhæð og er hurð úr þvottahúsi út að norðurhlið húsins. 
Bílskúr með epoxý á gólfi, rafmagnsopnun á bílskúrs hurð og hurð út að norðurhlið hússins.
Verönd með skjólveggjum verður við suður enda húsins og einnig við hluta vestur endans.
Búið er að tyrfa lóð og eru stéttar að framan steyptar. 


Lilja Valþórsdóttir Löggiltur fasteignasali í síma 420-4030 eða [email protected]

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. PRODOMO fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlitið er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
* Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga ( 0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut ) og 1,6% fyrir lögaðila.
* Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
* Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
* Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.

 

Lerkidalur

260 - Njarðvík
125.000.000 kr.
Tegund: Einbýli
Stærð: 239fm
Herbergi: 5
Inngangur: Sér
Byggingaár: 2022
Stofur: 1
Svefnherbergi: 4
Baðherbergi: 2
Fasteignamat: 79.150.000

Senda fyrirspurn vegna

Senda á vin