Eign


PRODOMO fasteignasala kynnir í einkasölu glæsilega mikið endurnýjaða fjögurra herbergja íbúð á efri hæð að Ásabraut 3 í Sandgerði, Suðurnesjabæ. 

HLUTDEILDARLÁN FRÁ HMS MÖGULEGT.
Góð staðsetning þar sem stutt er í skóla og leikskóla

Nánari lýsing:
Forstofa
með með flísum á gólfi, inn af forstofu er þvottaaðstaða.
Eldhús með parketi á gólfi og stílhreinni svartri innréttingu með helluborði, ofni og háf. Þar er innbyggður ísskápur og uppþvottavél. 
Stofa, borðstofa og sjónvarpshol með parketi á gólfi. Þaðan er útgengt á svalir.
Svefnherbergin þrjú eru með parketi á gólfum og góðum fataskápum. Frá einu herbergjanna er útgengt á svalir.
Baðherbergi með flísum á gólfi og veggjum, svartri innréttingu, handklæðaofn, upphengdu salerni og baðkari með sturtu.
Sameiginleg köld hjólageymsla.

Skipt hefur verið um öll gólfefni, innréttingar, eldhústæki, blöndunartæki í eldhúsi og baði og annað sem snýr að innviðum íbúðanna. Gluggar og svalahurðar hafa verið endurnýjaðar. Rafmagn og rafmagnstafla hefur verið endurnýjað. Neysluvatns lagnir hafa verið endurnýjaðar að mestu.  Nýtt gólfhitakerfi er í eigninni. Innréttingar eru sérsmíðaðar í eldhús og bað, auk skápa í herbergjum. Parket, hurðar og flísar frá Ebson. Tæki í eldhúsi frá AEG, ísskápur Electrolux. Blöndunartæki frá Damixa. Íbúðin er það rúmgóð að mögulegt væri að fjölga herbergjum.

Eignin var sprunguviðgerð og máluð árið 2019 ásamt því að þak var yfirfarið og málað. Vinna við undirstöður fyrir sorptunnuskýli stendur yfir og í framhaldinu verður sett lokað soprtunnuskýli frá BM Vallá.  Múrviðgerðir og málningarvinna við stiga og kjallara verða gerðar á kostnað seljanda og skal lokið fyrir júní 2022.

Allar nánari upplýsingar veitir Lilja Valþórsdóttir Löggiltur fasteignasali í síma 420-4030 / 860-6886 eða [email protected]

Ásabraut

245 - Sandgerði
46.900.000 kr.
Tegund: Fjölbýli
Stærð: 126fm
Herbergi: 4
Inngangur: Sér
Byggingaár: 1968
Stofur: 1
Svefnherbergi: 3
Baðherbergi: 1
Fasteignamat: 35.600.000
Brunabótamat: 54.300.000

Senda fyrirspurn vegna

Senda á vin