Eign


PRODOMO fasteignasala kynnir í einkasölu glæsilega mikið endurnýjaða 2ja herbergja íbúð á annarri hæð í lyftuhúsi að Hafnargötu 32 í Reykjanesbæ.  
 
Nánari lýsing íbúðar 205:
Forstofa
með með parketi á gólfi og hvítum fataskáp.
Eldhús með parketi á gólfi og stílhreinni hvítri innréttingu með helluborði, ofni og háf. Þar er innbyggður ísskápur og uppþvottavél. 
Stofa /borðstofa með parketi á gólfi. Þaðan er útgengt á svalir.
Svefnherbergi með parketi á gólfi og góðum fataskáp.
Baðherbergi með hvítri innréttingu, upphengdu salerni og baðkari með sturtu.
Geymsla er innan íbúðar, parket á gólfi.
Þvottaaðstaða er  á hverri hæð og er sameiginleg fyrir íbúðirnar á hæðinni, þar eru flísar á gólfi og létt innrétting þar sem hólfað er niður fyrir hverja íbúð með skápum fyrir ofan.  Sameign er mjög snyrtileg, á gólfum er flotsteypa og teppi. Sameiginleg hjóla / vagnageymsla.

Nýtt dyrasýmakerfi með myndavél. Skipt hefur verið um öll gólfefni, innréttingar, eldhústæki, blöndunartæki í eldhúsi og baði og annað sem snýr að innviðum íbúðanna. Pípulagnir, raflagnir og aðrar lagnir hafa verið endurnýjaðar og lagaðar eftir þörfum. Innréttingar eru sérsmíðaðar í eldhús og bað, auk skápa í herbergi og anddyri. Verið er að klæða húsið að utan með pressaðri ull og setja leiðarakerfi og flísar á suður- austur og vesturgafla hússins. Á norðurgafl hafa verið gerðar múrviðgerðir og gaflinn málaður. Þak hússins er jafnframt endurnýjað að hluta, skipt um járn eftir þörfum og allar flasningar og rennukerfi endurnýjuð. Þá hefur verið skipt um alla glugga, gler og hurðar í íbúðarhluta og sameign hússins.

Allar nánari upplýsingar veitir Lilja Valþórsdóttir Löggiltur fasteignasali í síma 420-4030 / 860-6886 eða [email protected]

Hafnargata

230 - Keflavík
31.200.000 kr.
Tegund: Fjölbýli
Stærð: 76fm
Herbergi: 2
Inngangur: Sameiginlegur
Byggingaár: 1972
Lyfta:
Stofur: 1
Svefnherbergi: 1
Baðherbergi: 1
Fasteignamat: 24.200.000
Brunabótamat: 33.200.000

Senda fyrirspurn vegna

Senda á vin