Eign


PRODOMO fasteignasala kynnir glæsilega nýuppgerða 2ja herbergja íbúð á þriðju hæð að Tjarnargötu 3 í Keflavík.  
Íbúð ásamt geymslu er 39,4 fm auk svala sem eru 2,4 fm.  Frábær staðsetning í hjarta bæjarinns.

Eignin hefur mikið verið endurnýjuð að innan sem utan.  Ný sérsmíðuð innrétting frá SB smíði og tæki eru í eldhúsi. Baðherbergi hefur verið endurnýjað, þar eru flísar frá Ebson og sérsmíðuð innrétting frá SB smíði.  Rafmagn hefur verið endurnýjað og eru rofar og tenglar nýir. Einnig er búið að endurnýja rafmagnstöflur.  Búið er að skipta um neysluvatns lagnir. Gólfhiti með digital stýingu frá Danfoss.  Íbúðin er nýmáluð.   Eignin er flisalögð að utan og á henni eru nýjar svalir. Nýtt járn á þaki.

Nánari lýsing:

Forstofa með með parketi á gólfi og fataskáp
Eldhús með parketi á gólfi og nýrri fallegri hvítri innréttingu með helluborði, ofni og viftu. Þar er innbyggður ísskápur með frysti.
Stofa með parketi á gólfi. Þaðan er útgengt á svalir.
Svefnherbergi  með parketi á gólfi.
Baðherbergi með flísum á gólfi og veggjum að mestu. Ný hvít innrétting, upphengt salerni og sturta. Þar er aðstaða fyrir þvottavél og þurrkara.

Sér geymsla er í sameign ásamt sameiginlegri hjóla/vagna geymslu. Sameign er mjög snyrtileg, ný máluð með nýjum gólfefnum.

Allar nánari upplýsingar veitir Lilja Valþórsdóttir Löggiltur fasteignasali í síma 420-4030 / 860-6886 eða lilja@prodomo.is

Tjarnargata

230 - Keflavík
22.000.000 kr.
lilja@prodomo.is
Tegund: Fjölbýli
Stærð: 39fm
Herbergi: 2
Inngangur: Sameiginlegur
Byggingaár: 1960
Stofur: 1
Svefnherbergi: 1
Baðherbergi: 1
Fasteignamat: 18.200.000
Brunabótamat: 17.200.000

Senda fyrirspurn vegna

Senda á vin