Eign


PRODOMO fasteignasala kynnir í einkasölu tveggja íbúða eign að Faxabraut 20 í Keflavík.
Eignin er laus til afhendingar við kaupsamning.  Það er sér inngangur í íbúðirnar tvær og því auðvelt að leigja út.

Nánari lýsing neðri hæðar:
Forstofa
með flísum á gólfi.
Hol með flísum á gólfi. 
Stofa með máluðu gólfi.
Herbergi með máluðu gólfi.
Eldhús með flísum á gólfi. Þar er hvít innrétting með flísum á milli skápa.
Baðherbergi með flísum á gólfi, þar er sturta.

Nánari lýsing efri hæðar:
Forstofa með flísum á gólfi.
Hol með flísum á gólfi.
Eldhús með flísum á gólfi. Þar er gömul innrétting.
Stofa með flísum á gólfi.
Borðstofa með flísum á gólfi.
Herbergi með dúk á gólfi, þar er fataskápur.
Baðherbergi með flísum á gólfi, þar er baðkar með sturtu.

Þvottahús er sameiginlegt fyrir báðar hæðirnar og er staðsett á neðri hæð. Þar er málað gólf og lítil innrétting undir þvottavél og þurrkara.
Köld geymsla er undir stiga með aðgengi utanfrá. Á efri hæð eru stofa og borðstofa í tveimur aðskyldum rýmum. Hæglega hægt að nýta annað rýmið fyrir herbergi eða sameina þessi tvö rými þar sem léttur veggur skilur að.

Góð staðsetning þar sem stutt er í flesta þjónustu og verslun.

Allar nánari upplýsingar veitir Lilja Valþórsdóttir Löggiltur fasteignasali í síma 420-4030 / 860-6886 eða lilja@prodomo.is

Faxabraut

230 - Keflavík
34.900.000 kr.
lilja@prodomo.is
Tegund: Fjölbýli
Stærð: 148fm
Herbergi: 6
Inngangur: Sér
Byggingaár: 1945
Stofur: 3
Svefnherbergi: 2
Baðherbergi: 2
Fasteignamat: 36.700.000
Brunabótamat: 40.600.000

Senda fyrirspurn vegna

Senda á vin