Eign


PRODOMO fasteignasala kynnir í einkasölu fimm herbergja íbúð að Mávabraut 6b í Keflavík.

Nánari lýsing:
Forstofa
með flísum á gólfi og fatahengi. Gert er ráð fyrir að hægt sé að gera gestasalerni úr hluta forstofu og eru lagnir til staðar.
Hol með parketi á gólfi.
Eldhús með flísum á gólfi. Þar er hvít innrétting. 
Þvottahús er inn af eldhúsi. Flísar á gólfi og hvít innrétting. Þaðan er útgengt.
Stofa og borðstofa með parketi á gólfi. Frá borðstofi er útgengt á verönd.
Geymsla með máluðu gólfi og hillum.
Stigi á milli hæða með kókosteppi.
Sjónvarpshol með parketi á gólfi.
Herbergin fjögur eru með parketi á gólfum. Fataskápar eru í þeim öllum.
Baðherbergi með flísum á gólfi og veggjum. Þar er hvít innrétting, upphengt salerni og baðkar með sturtu.

Á baklóð er góð verönd með skjólveggjum. Nýverið var skipt um glugga á framhlið hússins. Til stendur að skipta um glugga á bakhlið og verið er að safna fyrir framkvæmdinni af húsfélagi.

Frábær staðsetning þar sem stutt er í skóla, íþróttamannvirki, leikskóla og flesta þjónustu.

Allar nánari upplýsingar veitir Lilja Valþórsdóttir Löggiltur fasteignasali í síma 420-4030 / 860-6886 eða lilja@prodomo.is 

Mávabraut

230 - Keflavík
37.900.000 kr.
lilja@prodomo.is
Tegund: Raðhús
Stærð: 133fm
Herbergi: 6
Inngangur: Sér
Byggingaár: 1968
Stofur: 2
Svefnherbergi: 4
Baðherbergi: 1
Fasteignamat: 39.500.000
Brunabótamat: 40.050.000

Senda fyrirspurn vegna

Senda á vin