Eign


PRODOMO fasteignasala kynnir í einkasölu fallegt fjögurra herbergja raðhús að Laufdal 35 í Njarðvík.
Alrými hússins er opið og bjart þar sem stofa, borðstofa, sjónvarpshol og eldhús er í opnu rými. Stétt og bílaplan er hellulagt með snjóbræðslu. Á baklóð er góð verönd með skjólveggjum, tengingar fyrir heitan pott eru til staðar.
Húsið er viðhaldslétt að utan, flísalagt og steinað. Gluggar úr plasti.

Nánari lýsing:
Forstofa
með flísum á gólfi og eikar fataskáp.
Gestasalerni með flísum á gólfi og í kringum upphengt salerni. Hvít innrétting.
Sjónhvarpshol - stofa og borðstofa með harðparketi á gólfi. Þaðan er útgengt á verönd.
Eldhúsið er samliggjandi stofu í opnu rými með parketi á gólfi og eikar innréttingu, span helluborði og háf. Þar er gert ráð fyrir uppþvottavél.
Herbergin þrjú eru með harðparketi á gólfum og góðum eikar fataskápum.
Baðherbergi er rúmgott með flísum á gólfi og upp á miðja veggi. Þar er góð eikar innrétting, upphengt salerni, handklæðaofn, hornbaðkar og sturta. 
Þvottahús og geymsla með flísum á gólfi, mjög rúmgott svæði. Góð innrétting þar sem gert er ráð fyrir þvottavél og þurrkara í vinnuhæð. Þaðan er útgengt á verönd.
Innangengt er í bílskúr frá þvottahúsi. Hann er flísalagður og með geymslulofti að hluta.

Frábær staðsetning þar sem stutt er í skóla og leikskóla. Eign sem vert er að skoða.

Allar nánari upplýsingar veitir Lilja Valþórsdóttir Löggiltur fasteignasali í síma 420-4030 / 860-6886 eða lilja@prodomo.is

Laufdalur

260 - Njarðvík
58.900.000 kr.
lilja@prodomo.is
Tegund: Raðhús
Stærð: 195fm
Herbergi: 4
Inngangur: Sér
Byggingaár: 2008
Stofur: 1
Svefnherbergi: 3
Baðherbergi: 2
Fasteignamat: 61.050.000
Brunabótamat: 61.870.000

Senda fyrirspurn vegna

Senda á vin