Eign


Prodomo fasteignasala kynnir góða mikið endurnýjaða sex herbergja eign með auka íbúð í bílskúr að Ásabraut 8 í Keflavík.

Eignin hefur verið mikið endurnýjuð síðustu árin.
** Ofnar og ofnalagnir ásamt neysluvatnslögnum.
** Rafmagstafla og rafmang að mestu. Wifi ljósarofar. 
** Skolp endurnýjað að hluta til.
** Gluggar og gler endurnýjað að hluta til.
** Eldhús innrétting og tæki ásamt parketi á efri hæð eignarinnar. Parket frá Birgissyni.
** Þá var eignin einnig klædd að framanverðu með álklæðningu og sett led lýsing í þakkant með ljósastýringu.
** Útihurðar hafa einnig verið endurnýjaðar.

Nánari lýsing efri hæðar:
Forstofa
með flísum á gólfi. 
Hol með parketi á gólfi.
Eldhús með parketi á gólfi. Stílhrein grá innrétting með góðu skápa og vinnuplássi. Helluborð, háfur, tveir ofnar og innbyggður ísskápur og uppþvottavél.
Stofa með parketi á gólfi.
Hjónaherbergi með parketi á gólfi. Þar er góður fataskápur.
Herbergi með flísum á gólfi. 
Baðherbergi með flísum á gólfi og veggjum að hluta til. Þar er lítil hvít innrétting og sturta. Baðherbergi liggur við hlið herbergis og því auðvelt að stækka það verulega.

Nánari lýsing neðri hæðar:
Forstofa
með flísum á gólfi. Þaðan liggur stigi upp á aðra hæð. Undir honum er lítil geymsla.
Hol með parketi á gólfi. 
Þrjú stór herbergi með parketi á gólfum. Fataskápar í tveimur þeirra. 
Salerni með flísum á gólfi og veggjum. Þar er lítil hvít innrétting.
Þvottahús með flísum á gólfi. Þar er sturta.
Áður var eldhús á neðri hæð líka sem í dag er nýtt sem herbergi. Auðvelt væri að breyta því aftur þar sem lagnir eru til staðar og því mögulegt að vera með auka íbúð á neðri hæð.

Bílskúr er innréttaður sem studio íbúð. Þar er parket á alrými og lítil eldhús innrétting. Baðherbergi með flísum á gólfi, hvít innrétting og sturtuklefi auk þess að aðstaða er þar fyrir þvottavél/þurrkara. Íbúðin í skúrnum var innréttuð fyrir tveimur árum og þá var lagt nýtt rafmagn, lagnir og skolp þangað. 

 Gott geymsluloft er fyri ofan eignina.  Köld geymsla undir stiga með aðgengi utanfrá.  

Góð eign sem vert er að skoða.
Allar nánari upplýsingar veitir Lilja Valþórsdóttir Löggiltur fasteignasali í síma 420-4030 / 860-6886 eða lilja@prodomo.is 

Ásabraut

230 - Keflavík
47.500.000 kr.
lilja@prodomo.is
Tegund: Parhús
Stærð: 189fm
Herbergi: 6
Inngangur: Sér
Byggingaár: 1950
Stofur: 1
Svefnherbergi: 5
Baðherbergi: 3
Fasteignamat: 37.250.000
Brunabótamat: 48.340.000

Senda fyrirspurn vegna

Senda á vin