Eign


PRODOMO fasteignasala kynnir í einkasölu góða efri hæð ásamt bílskúr að Hringbraut 104 í Keflavík.

Nánari lýsing:

Forstofa með flísum á gólfi. Þar er góður fataskápur. Teppi á stiga og stigapalli efri hæðar.
Hol með parketi á gólfi.
Eldhús með parketi á gólfi. Þar er falleg viðar innrétting með flísum á milli skápa. Helluborð og háfur, gert er ráð fyrir uppþvottavél.
Stofa og borðstofa með parketi á gólfi.
Sólstofa með flísum á gólfi.
Herbergin tvö eru með parketi á gólfi. Það eru fataskápar í þeim báðum.
Baðherbegi með flísum á gólfi og veggjum. Þar er innrétting og baðkar með sturtu.
Lágt ris er yfir hluta íbúðarinnar. Þar er búið að klæða loft og veggi og setja parket á gólf flöt. Snyrtilegt rými.
Þvottahús er sameiginlegt fyrir báðar hæðir. Þar eru flísar á gólfi.
Bílskúr er full frágenginn með flísum á gólfi. Hann er 40,5 fm.

Þetta er mjög snyrtileg eign sem hefur fengið gott viðhald í gegnum árin. Gólfefni hefur verið endurnýjað að hluta til og það er nýr fataskápur í hjónaherbergi. Lóð er frágengin á snyrtilegan hátt, innkeyrsla er hellulögð og í henni er hitalögn.

* Búið er að endurnýja ofna og neysluvatns lagnir.
* Ofnar hafa verið endurnýjaðir að hluta til og ofnakerfi var nýlega yfirfarið og settar nýjar danfoss hitastýringar.
* Gluggar og gler hafa verið endurnýjaðir að mestu.
* Rafmagn hefur verið endurnýjað.
* Búið er að endurnýja skolp.

Góð eign sem vert er að skoða þar sem stutt er í skóla, íþróttamannvirki og flesta þjónustu.

Allar nánari upplýsingar veitir Lilja Valþórsdóttir Löggiltur fasteignasali í síma 420-4030 / 860-6886 eða lilja@prodomo.is

 

Hringbraut

230 - Keflavík
39.900.000 kr.
lilja@prodomo.is
Tegund: Hæð
Stærð: 166fm
Herbergi: 4
Inngangur: Sér
Byggingaár: 1954
Stofur: 2
Svefnherbergi: 2
Baðherbergi: 1
Fasteignamat: 36.150.000
Brunabótamat: 42.230.000

Senda fyrirspurn vegna

Senda á vin