Eign


PRODOMO fasteignasala kynnir í einkasölu rúmgóða tveggja herbergja íbúð á þriðju hæð að Framnesvegi 20-22 í Keflavík.

Nánari lýsing:
Forstofa / hol
með parketi á gólfi og góðum fataskáp.
Eldhús með parketi á gólfi. Þar er eikar innrétting með flísum á milli skápa, helluborði og viftu. Gert er ráð fyrir uppþvottavél.  
Stofa / borðstofa með parketi á gólfi. Þaðan er útgengt á góðar svalir.
Herbergi með parketi á gólfi og góðum fataskáp.
Baðherbergi með flísum á gólfi og veggjum. Þar er eikar innrétting og baðkar með sturtu.
Þvottahús / geymsla með flísum á gólfi og hillum. 
Sér geymsla er í sameign með máluðu gólfi og hillum.  Einnig er sameiginleg hjóla / vagna geymsla í sameign. Bílastæði í bílahúsi.

Alrými eignarinnar er opið og bjart. Fallegt útsýni til sjávar er frá íbúðinni. Á svölum er morgun og síðdegis sól.

Allar nánari upplýsingar veitir Lilja Valþórsdóttir Löggiltur fasteignasali í síma 420-4030 / 860-6886 eða lilja@prodomo.is

Framnesvegur

230 - Keflavík
35.800.000 kr.
lilja@prodomo.is
Tegund: Fjölbýli
Stærð: 84fm
Herbergi: 2
Inngangur: Sér
Byggingaár: 2002
Lyfta:
Stofur: 1
Svefnherbergi: 1
Baðherbergi: 1
Fasteignamat: 34.900.000
Brunabótamat: 30.910.000

Senda fyrirspurn vegna

Senda á vin