Eign


PRODOMO fasteignasala kynnir í einkasölu glæsilegt fjögurra herbergja parhús ásamt bílskúr að Svölutjörn 38 í Njarðvík.
Góð staðsetning þar sem stutt er í skóla og leikskóla.

Nánari lýsing:

Forstofa með flísum á gólfi, þar er fataskápur og næturlýsing.
Stofa / borðstofa með parketi á gólfi og fallegum arin. Þaðan útgengt á verönd.
Eldhús með flísum á gólfi. Svört háglans innrétting með límtrés borðplötu, helluborði og veggháf. Ofn í vinnuhæð. Innbyggður ísskápur og uppþvottavél fylgja eigninni.
Sjónvarpshol með parketi á gólfi og næturlýsingu.
Hjónaherbergi með parketi á gólfi og fataskáp. Inn af því er baðherbergi með flísum á gólfi. Þar er innrétting, upphengt salerni og sturta.
Barnaherbergin eru með parketi á gólfi og í þeim eru fataskápar.
Baðherbergi með flísum á gólfi. Þar er svört háglans innrétting með límtrés borðplötu, upphengt salerni, handklæðaofn og sturta
Þvottahús er inn af bílskúr. Þar eru flísar á gólfi og innrétting þar sem gert er ráð fyrir þvottavél og þurrkara í vinnuhæð. Þaðan er útgengt á baklóð.
Bílskúr er fullbúinn með epoxy á gólfi.

Alrými eignarinnar er opið og bjart, hátt er til lofts og halogen lýsing í loftum. Tenglar eru frá Gira og eru gráir að lit. Í herbergjum eru myrkragardínur frá Álnabæ.  Innkeyrsla er hellulögð og í henni er hitalögn. Lóð er frágengin á snyrtilegan hátt. Góð verönd með skjólveggjum og heitum potti á baklóð. Einnig er þar gott geymsluhús.

Allar nánari upplýsingar veitir Lilja Valþórsdóttir Löggiltur fasteignasali í síma 420-4030 / 860-6886 eða lilja@prodomo.is


 

Svölutjörn

260 - Njarðvík
55.000.000 kr.
lilja@prodomo.is
Tegund: Parhús
Stærð: 151fm
Herbergi: 4
Inngangur: Sér
Byggingaár: 2005
Stofur: 1
Svefnherbergi: 3
Baðherbergi: 2
Fasteignamat: 50.500.000
Brunabótamat: 47.950.000

Senda fyrirspurn vegna

Senda á vin