Eign


PRODOMO fasteignasala kynnir í einkasölu gott tveggja herbergja raðhús á Litluvöllum 16 í Grindavík.
** Eignin er laus til afhendingar við kaupsamning **Nánari lýsing:
Forstofa með flísum á gólfi. 
Stofa / borðstofa með parketi á gólfi. Þaðan er útgengt á verönd.
Eldhús með parketi á gólfi og hvít innrétting.
Herbergi með parketi á gólfi og góðum fataskáp.
Baðherbergi með flísum á gólfi og veggjum. Þar er ljós innrétting, upphengt salerni, baðkar og sturta auk þess sem þar er aðstaða fyrir þvottavél.
Geymsla með flísum á gólfi og hillum. Þaðan er aðgengi að háalofti.

Á baklóð er góð verönd með skjólveggjum. Parket og innihurðar voru endurnýjaðar 2015. Baðherbergi var endurnýjað 2018.

Góð staðsetning þar sem stutt er í alla þjónustu.

Allar nánari upplýsingar veitir Lilja Valþórsdóttir Löggiltur fasteignasali í síma 420-4030 eða lilja@prodomo.is
 

Litluvellir

240 - Grindavík
24.000.000 kr.
lilja@prodomo.is
Tegund: Raðhús
Stærð: 61fm
Herbergi: 2
Inngangur: Sér
Byggingaár: 1985
Stofur: 1
Svefnherbergi: 1
Baðherbergi: 1
Fasteignamat: 17.900.000
Brunabótamat: 24.100.000

Senda fyrirspurn vegna

Senda á vin