Eign


PRODOMO fasteignasala kynnir í einkasölu góða fjögurra til fimm herbergja efri hæð ásamt bílskúr að Smáratúni 41 í Keflavík.

Nánari lýsing:
Forstofa
með flísum á gólfi. Stigi á milli hæða með teppi.
Hol með parketi á gólfi.
Gestasalerni með flísum á gólfi.
Stofa og borðstofa með parketi á gólfum. Þaðan er útgengt á svalir.
Sjónvarpshol með parketi á gólfi. Það rými var áður herbergi, auðvelt að breyta aftur.
Eldhús með flísum á gólfi. Þar er stílhrein hvít innrétting með eyju. 
Þvotthús er inn af eldhúsi, þar eru flísar á gólfi. Mjög rúmgott.
Herbergisgangur með parketi á gólfi.
Herbergin þrjú eru með parketi á gólfum, fataskápar eru í tveimur þeirra.
Baðherbergi með flísum á gólfi og veggjum. Þar er hvít innrétting, upphengt salerni og baðkar með sturtu.
Bílskúr er full frágenginn og er upphitaður. Þar er hurðaopnari.

Eldhús var nýverið endurnýjað á stílhreinan hátt. Baðherbergi var endurnýjað fyrir nokkrum árum.  Lagnir eru í eir.  Búið er að endurnýja járn á þaki húss og skúrs. Bílaplan og stétt er steypt.

Góð eign sem vert er að skoða.

Allar nánari upplýsingar veitir Lilja Valþórsdóttir Löggiltur fasteignasali í síma 420-4030 / 860-6886 eða lilja@prodomo.is

Smáratún

230 - Keflavík
42.900.000 kr.
lilja@prodomo.is
Tegund: Fjölbýli
Stærð: 185fm
Herbergi: 4
Inngangur: Sér
Byggingaár: 1972
Stofur: 1
Svefnherbergi: 3
Baðherbergi: 2
Fasteignamat: 40.550.000
Brunabótamat: 51.620.000

Senda fyrirspurn vegna

Senda á vin