Eign


PRODOMO fasteignasala kynnir í einkasölu góða fjögurra herbergja neðri hæð að Borgarvegi 5 í Njarðvík.

Nánari lýsing:
Forstofu
með flísum á gólfi.
Hol með parketi á gólfi og nýlegum fataskáp.
Stofa með parketi á gólfi. Þaðan er útgengt á verönd.
Eldhús með flísum á gólfi. Þar er hvít innrétting með flísum á milli skápa. Í eldhúsi er aðstaða fyrir þvottavél og þurrkara.
Herbergin eru þrjú, parket á gólfi í tveimur þeirra og teppi í því þriðja. Fataskápar eru í tveimur þeirra.
Baðherbergi með flísum á gólfi og veggjum. Þar er lítil hvít innrétting, upphengt salerni og baðkar.
Tvær geymslur eru í eigninni.

Að sögn eigenda er búið að endurnýja raflagnir í eldhúsi og baðherbergi. Neysluvatn endurnýjað að hluta. Frárennslislagnir endurnýjaðar. Gluggar og útihurð er nýlegt.  Led lýsing er í íbúðinni auk þess sem það eru Danfoss Eco Bluetooth ofnastillar.

Allar nánari upplýsingar veitir Lilja Valþórsdóttir Löggiltur fasteignasali í síma 420-4030 eða lilja@prodomo.is

Borgarvegur

260 - Njarðvík
27.700.000 kr.
lilja@prodomo.is
Tegund: Fjölbýli
Stærð: 108fm
Herbergi: 4
Inngangur: Sér
Byggingaár: 1959
Fasteignamat: 23.400.000
Brunabótamat: 28.400.000

Senda fyrirspurn vegna

Senda á vin