Eign


PRODOMO fasteignasala kynnir fallegt og mjög vel við haldið 151,8 fm einbýlishús ásamt 42 fm bílskúr við Valbraut 10 í Garði.

Nánari lýsing:
Forstofa
með flísum á gólfi og fataskáp.
Hol og gangur með flisum á gólfi
Þvottahús með flísum á gólfi. Hvít innrétting með skolvaski, útgegnt úr þvottaherbergi út á baklóð. 
Eldhús með flísum á gólfi.  Þar er sérsmíðuð innrétting úr eik og borðplata úr granít. Hiti í gólfi að hluta.
Stofa og borðstofa eru samliggjandi með nýju parketi á gólfi. Viðbygging, sem var byggð 2006, kemur í framhaldi af stofu, með flísum á gólfi, hiti er í gólfi. Útgengt er úr viðbyggingu út á ca 40 fm verönd.
Hjónaherbergi með parketi á gólfi og fataskáp. 
Barnaherbergi með parketi og flísum á gólfi og fataskáp.Var áður 2 herbergi, auðvelt að skipta aftur upp.
Barnaherbergi með parketi á gólfi.
Baðherbergi með flísum á gólfi og veggjum. Falleg innrétting úr eik, borðplata úr granít. Hiti í gólfi. Baðkar með sturtu.
Bílskúr er fullfrágengin og í góðu ástandi. Útgengt er úr bílskúr út á baklóð.

Forhitari er á miðstöðvarlögn.
Bílaplan og stétt er hellulagt. Hitalögn er til staðar en er ótengd.
Snyrtilegur garður og viðhaldslítill. Grindverk með steyptum sökklum, mikið vandað til verka.

Mjög vel hefur verið hugsað um húsið og hefur aðeins einn eigandi verið frá upphafi.


Allar nánari upplýsingar veitir Lilja Valþórsdóttir Löggiltur fasteignasali í síma 420-4030 / 860-6886 eða lilja@prodomo.is

Valbraut

250 - Garður
49.900.000 kr.
lilja@prodomo.is
Tegund: Einbýli
Stærð: 193fm
Herbergi: 4
Inngangur: Sér
Byggingaár: 1983
Stofur: 1
Svefnherbergi: 3
Baðherbergi: 1
Fasteignamat: 37.500.000
Brunabótamat: 56.130.000

Senda fyrirspurn vegna

Senda á vin