Eign


PRODOMO fasteignasala kynnir í einkasölu fallegt fimm herbergja einbýlishús ásamt bílskúr að Melavegi 12 í Njarðvík.

Nánari lýsing :
Forstofa
með flisum á gólfi og fataskáp. Hiti í gólfi.
Gestasalerni með flísum á gólfi. Hiti í gólfi.
Sjónvarpshol með flísum á gólfi.
Eldhús með flísum á gólfi. Þar er kirsuberja innrétting með keramik og gas helluborði og háf. Nýr ofn og örbylgjuofn. Gert er ráð fyrir uppþvottavél. Gott skápa og vinnupláss.
Stofa og borðstofa með parketi á gólfi. Þaðan er útgengt á verönd.
Herbergis gangur með parketi á gólfi.
Herbergin fjögur eru með parketi á gólfum. Fataskápar eru í þeim öllum. Frá hjónaherbergi er útgengt á verönd.
Baðherbergi með flísum á gólfi og veggjum. Stílhrein hvít innrétting með góðu skápaplássi. Upphengt salerni, stór sturta og handklæðaofn. Þar er hiti í gólfi.
Þvottahús með flísum á gólfi. Hvít innrétting þar sem gert er ráð fyrir þvottavél og þurrkara í vinnuhæð. Geymsluloft er fyrir ofan þvottahús.
Bílskúr er full frágenginn með flísum á gólfi. Hann er í dag nýttur að hluta til sem auka sjónvarps aðstaða auk geymslu. Þar er léttur veggur sem skilur að og auðvelt er að fjarlægja.

Alrými eignarinnar er opið og bjart með mikilli lofthæð. Nýverið var baðherbergið endurnnýjað ásamt þvottahús innréttingu. Útihurð er ný. Á baklóð er góð verönd með skjólveggjum og nýjum heitum potti. Einnig er þar 9fm geymslukofi.  Lóð er frágengin á snyrtilegan hátt. Stéttar og bílaplan er hellulagt og í því er hiti. Frabær staðsetning í rólegri botnlangagötu.

Falleg eign sem vert er að skoða.

Allar nánari upplýsingar veitir Lilja Valþórsdóttir Löggiltur fasteignasali í síma 420-4030 / 860-6886.

Melavegur

260 - Njarðvík
64.000.000 kr.
lilja@prodomo.is
Tegund: Einbýli
Stærð: 199fm
Herbergi: 5
Inngangur: Sér
Byggingaár: 1997
Stofur: 1
Svefnherbergi: 4
Baðherbergi: 2
Fasteignamat: 56.750.000
Brunabótamat: 69.070.000

Senda fyrirspurn vegna

Senda á vin