Eign


PRODOMO fasteignasala kynnir í einkasölu gott fimm herbergja einbýlishús ásamt bílskúr að Kirkjubraut 24 í Njarðvík.

Nánari lýsing:
Forstofa
með flísum á gólfi.
Hol með parketi á gólfi og góðum fataskáp.
Stofa og borðstofa með parketi á gólfi. Þaðan er útgengt á verönd.
Eldhús með flísum á gólfi. Þar er stílhrein innrétting með innbyggðum ísskáp, helluborði og háf.
Herbergin fjögur eru með parketi á gólfum, fataskápar eru í þremur þeirra.
Baðherberfi með flísum á gólfi og veggjum að hluta til. Þar er góð innrétting, upphengt salerni og stór sturta.
Bílskúr er full frágenginn með flísum og parketi á gólfi. Mögulegt er að gera herbergi innst í honum.  Í bílskúr er innrétting með þvottaaðstöðu.

Lóð er frágengin, bílaplan og stétt eru hellulagt og í því er hitalögn. Góð verönd með heitum potti, skjólgirðingu og geymslu kofa ásamt matjurtagarði. Eldhús, baðherbergi og bílskúr hefur nýverið verið endurnýjað. Þá er einnig búið að endurnýja glugga og gler ásamt járni á þaki. Fataskápur og parket hjónaherbergi er nýtt.

Góð eign sem vert er að skoða.

Allar nánari upplýsingar veitir Lilja Valþórsdóttir Löggiltur fasteignasali í síma 420-4030 / 860-6886 eða lilja@prodomo.is

Kirkjubraut

260 - Njarðvík
53.900.000 kr.
lilja@prodomo.is
Tegund: Einbýli
Stærð: 177fm
Herbergi: 5
Inngangur: Sér
Byggingaár: 1977
Stofur: 1
Svefnherbergi: 4
Baðherbergi: 1
Fasteignamat: 41.050.000
Brunabótamat: 37.640.000

Senda fyrirspurn vegna

Senda á vin