Eign


PRODOMO fasteignasala kynnir huggulega 3ja herbergja íbúð á neðstu hæð við Kirkjuveg 1 í Keflavík.  Íbúðin er fyrir 55 ára og eldri.
Íbúðin er nýmáluð og er laus til afhendingar við kaupsamning.
 
Nánari lýsing. 
Forstofa
 með flísum á gólfi og góðum fataskáp.
Stofa með parketi á gólfi. Þaðan er útgengt á svalir.
Eldhús með flísum á gólfi. Þar er hvít innrétting með eldavél, viftu og uppþvottavél. Góður borðkrókur.
Baðherbergi með flísum á gólfi og veggjum. Viðar innrétting þar sem gert er ráð fyrir þvottavél. Stór og góð sturta.
Herbergin tvö eru með parketi á gólfum og það er fataskápur í öðru þeirra.
Eigninni fylgja tvær geymslur. Önnur innan íbúðar með flísum á gólfi og góðum hillum. Hin er í sameign.

Þetta er björt og snyrtileg eign. Sameiginleg þvottaaðstaða í kjallara. Á efstu hæðinni er salur sem allir íbúar fjölbýlishússins hafa aðgang að. Stór afgirt verönd með heitum potti er við húsið.  Íbúðinni fylgir sér stæði á bílaplani við húsið.  Búið er að endurnýja neysluvatns lagnir.

Allar upplýsingar veitir Lilja Valþórsdóttir í síma 420-4030 / 860-6886 eða lilja@prodomo.is

Kirkjuvegur

230 - Keflavík
31.000.000 kr.
lilja@prodomo.is
Tegund: Fjölbýli
Stærð: 81fm
Herbergi: 3
Inngangur: Sameiginlegur
Byggingaár: 1991
Stofur: 1
Svefnherbergi: 2
Baðherbergi: 1
Fasteignamat: 26.900.000
Brunabótamat: 27.450.000

Senda fyrirspurn vegna

Senda á vin