Eign


PRODOMO fasteignasala kynnir í einkasölu fallega fjögurra herbergja íbúð á efri hæð að Súlutjörn 5 í Njarðvík. 

Nánari lýsing:
Forstofa
með flísum á gólfi og fataskáp.
Hol með parketi á gólfi.
Eldhús með flísum á gólfi. Þar er eikar innrétting með flísum á milli skápa, helluborð og vifta. Gert er ráð fyrir uppþvottavél. Frá eldhús borðkrók er útgengt á rúmgóðar svalir.
Stofa og borðstofa með parketi á gólfi.
Herbergin þrjú eru með parketi á gólfi og fataskápar eru í þeim öllum.
Baðherbergi með flísum á gólfi og veggjum. Þar er eikar innrétting, upphengt salerni, baðkar með sturtu og handklæðaofn.
Þvottahús með flísum á gólfi, þar er vaskaborð og hillur.
Geymsla er inn af þvottahúsi, þar eru flísar á gólfi. Mjög rúmgóð.

Þetta er björt og falleg íbúð sem er frábærlega staðsett þar sem stutt er í skóla og leikskóla.  Einnig er sameiginle geymsla fyrir íbúðirnar tvær á hæðinni, þar eru flísar á gólfi og hillur.

Allar nánari upplýsingar veitir Lilja Valþórsdóttir Löggiltur fasteignasali í síma 420-4030 / 860-6886 eða lilja@prodomo.is

 

Súlutjörn

260 - Njarðvík
38.500.000 kr.
lilja@prodomo.is
Tegund: Fjölbýli
Stærð: 113fm
Herbergi: 4
Inngangur: Sér
Byggingaár: 2006
Stofur: 1
Svefnherbergi: 3
Fasteignamat: 37.700.000
Brunabótamat: 38.750.000

Senda fyrirspurn vegna

Senda á vin