Eign

PRODOMO fasteignasala kynnir í einkasölu 153,2 m2 parhús á tveimur hæðum ásamt 20,5 m2 bílskúrs við Túngötu 19a í Keflavík. 
** EIGNIN ER SELD MEÐ FYRIRVARA UM FJÁRMÖGNUN **


Nánari lýsing neðri hæð:
Forstofa með flísum á gólfi.
Eldhús með flísum á gólfi. Þar er viðarinnrétting með flísum á milli skápa, helluborð, ofn og gert er ráð fyrir uppþvottavél.
Stofa og borðstofa með flísum og parketi á gólfi.
Sólskáli með flísum á gólfi. Hann er í dag nýttur sem hjónaherbergi. Þar inn af er lítið rými sem hægt væri að nýta sem fataherbergi og einnig er salerni með sturtu inn af rýminu. Útgengt í yfirbyggðan heitan pott.
Herbergi með parketi á gólfi og fataskáp Er í dag nýtt sem fataherbergi.
Salerni með flísum á gólfi.
Þvottahús með flísum á gólfi og hillum.
Undir stiga er rými þar sem útgengt er á verönd.

Nánari lýsing efri hæð:
Lítið hol með parketi á gólfi. 
Herbergin  eru tvö og í öðru þeirra eru innbyggðar hillur. Parket á gólfum.
Baðherbergi með flísalögðu gólfi og veggjum. Lítil hvít innrétting, baðkar með sturtu.

Bílskúr er óeinangraður, þar er rafmagn, hillur og  hurðaopnari.

Annað: að sögn eiganda er búið að endurnýja skolp, neysluvatn og ofna. Innkeyrsla og stétt er hellulögð og það er hiti í henni. Verönd og sólstofa var gert árið 2014. 

Allar upplýsingar veitir Lilja Valþórsdóttir Löggiltur fasteignasali í síma 420-4030 / 860-6886 eða lilja@prodomo.is

Túngata

230 - Keflavík
39.900.000 kr.
lilja@prodomo.is
Tegund: Parhús
Stærð: 173fm
Herbergi: 4
Inngangur: Sér
Byggingaár: 1964
Stofur: 1
Svefnherbergi: 4
Baðherbergi: 3
Fasteignamat: 29.850.000
Brunabótamat: 46.140.000

Senda fyrirspurn vegna

Senda á vin