Eign

PRODOMO fasteignasala kynnir í einkasölu glæsilegt fjögurra til fimm herbergja raðhús að Lómatjörn 38 í Njarðvík.  ** EIGNIN ER SELD MEÐ FYRIRVARA UM FJÁRMÖGNUN **

Nánari lýsing:
Forstofa
með flísum á gólfi og góðum fataskáp.
Hol með parketi á gólfi.
Eldhús með flísum á gólfi. Þar er falleg innrétting með flísum á milli skápa, helluborð og stál háfur. Gott skápa og vinnupláss. Gert er ráð fyrir uppþvottavél og tvöföldum ísskáp.
Stofa / borðstofa með parketi á gólfi. Þaðan er útgengt á verönd.
Sjónvarpshol með parketi á gólfi.
Hjónaherbergi með parketi á gólfi og góðum fataskáp.
Barnaherbergin eru með parketi á gólfum og fataskápum.
Baðherbergi með flísum á gólfi og veggjum. Þar er hvít stílhrein innrétting, upphengt salerni, hornbaðkar og sturta.
Þvottahús með flísum á gólfi. Þar er hvít innrétting þar sem gert er ráð fyrir þvottavél og þurrkara í vinnuhæð.
Bílskúr er í dag ekki nýttur sem slíkur. Búið er að stúkka hann af og þar er herbergi, skrifstofa og góð geymsla.  Auðvelt er að breyta aftur í bílskúr og bílskúrs hurðin er til.

Alrými eignarinnar er opið og bjart, lofthæð mikil og halogen lýsing í loftum. Herbergin eru öll mjög rúmgóð. Gólfhiti er í öllu húsinu. Innkeyrsla er steypt og í henni er hitalögn. Á baklóð er steypt verönd og geymsluskúr.

Glæsileg eign á góðum stað í botlangagötu þar sem stutt er í skóla og leikskóla.

Allar nánari upplýsingar veitir Lilja Valþórsdóttir Löggiltur fasteignasali í síma 420-4030 / 860-6886 eða lilja@prodomo.is

Lómatjörn

260 - Njarðvík
48.500.000 kr.
lilja@prodomo.is
Tegund: Raðhús
Stærð: 156fm
Herbergi: 5
Inngangur: Sér
Byggingaár: 2005
Stofur: 1
Svefnherbergi: 4
Fasteignamat: 35.700.000
Brunabótamat: 45.840.000

Senda fyrirspurn vegna

Senda á vin