Eign

PRODOMO fasteignasala kynnir glæsilegt 195,6 fm einbýlishús ásamt 56 fm bílskúr að Dynhól 6 í Sandgerði.

Nánari lýsing:
Forstofa
með flísum á gólfi og góðum fataskáp.
Sjónvarpshol með flísum á gólfi.
Stofa með flísum og parketi á gólfi. Þar er arin sem er opinn bæði inn í stofu og í sjónvarpshol. 
Borðstofa með flísum á gólfi.
Eldhús með flísum á gólfi. Þar er glæsileg eikar innrétting með granít borðplötum og stórri eyju, span helluborði og elica háf. Gert er ráð fyrir tvöföldum ísskáp og uppþvottavél. Gott skápa og vinnupláss.
Hjónaherbergi með parketi á gólfi. Inn af því er fataherbergi með góðum skápum og baðherbergi. Á baðherbergi eru flísar á gólfi og veggjum. Falleg eikar innrétting, handklæðaofn, upphengt salerni og stór sturta.
Barna herbergin tvö eru með parketi á gólfum. Inn af þeim báðum er fataherbergi, annað þeirra er með innréttingu.
Baðherbergi með flísum á gólfi og veggju. Þar er góð eikar innrétting, upphengt salerni, handklæðaofn, hornbaðkar og stór sturta.
Þvottahús með flísum á gólfi. Hvít innrétting þar sem gert er ráð fyrir þvottavél og þurrkara í vinnuhæð. Það á eftir að ganga frá klæðningu í lofti þar inni og eigendur klára það. Frá þvottahúsi er innangengt í bílskúr og líka útgengt á lóð.
Bílskúr er upphitaður og í honum er rafmagn. Inn af honum er geymsla / herbergi með flísum á gólfi og glugga.

Alrými eignarinnar er opið og bjart. Öll rými í húsinu eru mjög rúmgóð. Innréttingar, skápar og hurðar er sérsmíðað. Hiti er í gólfum. Parket er gegnheilt. Framan við húsið og með einni hlið þess er verönd og heitur pottur.

Glæsileg eign sem vert er að skoða.

Allar nánari upplýsingar veitir Lilja Valþórsdóttir Löggiltur fasteignasali í síma 420-4030 / 860-6886 eða lilja@prodomo.is

Dynhóll

245 - Sandgerði
57.800.000 kr.
lilja@prodomo.is
Tegund: Einbýli
Stærð: 251fm
Herbergi: 5
Inngangur: Sér
Byggingaár: 2008
Stofur: 2
Svefnherbergi: 3
Baðherbergi: 2
Fasteignamat: 38.400.000
Brunabótamat: 72.750.000

Senda fyrirspurn vegna

Senda á vin