Um Okkur

Um PRODOMO

PRODOMO fasteignasala var stofnuð 1. apríl 2014. Fasteignasalan byggir á traustum grunni Lögfræðistofu Suðurnesja ehf. og eru lögmenn stofunnar fasteignasölunni til ráðgjafar. Lögfræðistofa Suðurnesja var stofnuð árið 1960. Stofan er traust alhliða ráðgjafarfyrirtæki sem veitir jafnt stofnunum, fyrirtækjum og einstaklingum þjónustu sína. Stofan býður upp á lögfræðiþjónustu á breiðum grunni og hafa lögmenn stofunnar mikla og haldbæra reynslu á sviði fasteignakauparéttar.

Markmið starfsmanna PRODOMO fasteignasölu er að veita vandaða þjónustu á skilvirkan og traustan hátt. Starfsmenn fasteignasölunnar reyna eftir bestu getu að veita persónulega og góða þjónustu. Það er markmið starfsmanna fasteignasölunnar að bregðast alltaf fljótt við fyrirspurnum viðskiptavina okkar – þannig að fasteignaviðskiptin geti gengið hratt og örugglega fyrir sig.

Þjónusta:

Stærstu verkefni fasteignasölunnar eru sala á íbúðar- og atvinnuhúsnæði og verðmöt á fasteignum fyrir einstaklinga, lítil og meðalstór fyrirtæki og banka og önnur fjármálafyrirtæki.

Starfsemi:

Helstu starfssvið fasteignasölunnar eru þessi

  • Sala íbúðarhúsnæðis, atvinnuhúsnæðis, íbúðarlóða, annarra fasteigna, fyrirtækja og skipa.
  • Verðmöt á öllum tegundum eigna
  • Gerð leigusamninga og önnur skjalagerð
  • Aðstoð við annars konar skjalagerð
  • Ráðgjöf vegna fasteignasölu og fasteignakaupa
  • Ráðgjöf á sviði fasteignakauparéttar (lánamál, gallar í fasteignum, vanefndir o.fl.)

Hafið samband við starfsfólk fasteignasölunnar í síma 420-4030, í gegnum netfangið [email protected] eða með því að hafa samband í gegnum Facebook-síðu fasteignasölunnar www.facebook.com/prodomofasteignasala

Um PRODOMO fasteignasölu

PRODOMO ehf.

Kt. 6405073300

Hafnargötu 15

230 Reykjanesbæ

Sími: 4204030

Virðisaukaskattsnúmer: 117387

Viðskiptabanki: Landsbanki Íslands hf.

Opnunartími: Alla virka daga frá kl. 9:00 til kl. 16:00.

Gjaldskrá:

 

Gjaldskrá fasteignasölunnar PRODOMO ehf. er að finna á skrifstofu fasteignasölunnar. Fasteignasalan rukkar alla jafna umsýsluþóknun vegna fasteignaviðskipta, alls. kr. 39.680 m. vsk. Samkvæmt gjaldskrá fasteignasölunnar er söluþóknun fasteignasölunnar 1,5% í einkasölu og 1,8% í almennri sölu. Virðisaukaskattur  bætist við söluþóknun fasteignasölunnar. 

Eigandi og ábyrgðarmaður fasteignasölunnar: Lilja Valþórsdóttir, löggiltur fasteignasali. Netfang: [email protected]